Fjarðarheiði og Vatnsskarð á óvissustigi
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á vegunum yfir Fjarðarheiði og Vatnsskarð. Nýbúið er að loka yfir Möðrudalsöræfi.Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði var lokað núna klukkan níu. Varað er við að hinir vegirnir geti lokað með skömmum fyrirvara.
Ástæða þessa er norðan hríð sem gengur yfir svæðið. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi til miðnættis.
Spáð er hvassviðri og talsverðri snjókomu til fjalla. Á láglendi verður vindur heldur hægari og hiti um eða yfir frostmarki. Þar fellur úrkoman sem rigning eða slydda. Á Austfjörðum gæti orðið hvasst, einkum syðst, en spáð er minni úrkomu.
Veðrið á að ganga niður í fyrramálið en Veðurstofan metur í dag hvort ástæða sé til að framlengja viðvaranirnar.