Skip to main content

Fjöldi umsókna í verkefnið Austanátt af nánast öllu Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. sep 2024 09:28Uppfært 12. sep 2024 09:32

Einar 20 umsóknir bárust um þátttöku í vaxtarrýminu Austanátt af nánast öllu Austurlandi en það verkefni hefst innan tíðar. Aðeins rúmlega helmingur umsækjenda komust að.

Þetta staðfestir Arnar Sigurðsson, verkefnisstjóri, en Austanátt er átta vikna viðskiptahraðall fyrir einstaklinga eða teymi sem vilja þróa áfram hugmyndir sem skapa verðmæti á Austurlandi. Þar gefst viðkomandi tækifæri til að tengjast öðrum frumkvöðlum og fá ráðgjöf ýmissa sérfræðinga varðandi margt það sem hafa ber í huga við nýsköpun. Verkefnið hlaut sérstakan styrk frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Athygli vekur að þó ekki öll verkefnin sem inn komust séu staðbundin bárust umsóknir nánast úr öllum fjórðungnum úr öllum sveitarfélögum.

Verkefnið hefst þann 18. september og stendur yfir til 20. nóvember en þann tíma hittast þáttakendur vikulega á netfundum auk þess sem þrjár staðbundnar vinnustofur verða haldnar sem hver um sig tekur heilan dag.