Skip to main content

Fjórir umsækjendur um starf slökkvistjóra í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2024 09:49Uppfært 23. okt 2024 09:50

Fjórir umsækjendur eru um starf slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar sem auglýst var laust til umsóknar í lok sumars.


Umsóknarfresturinn rann út um miðjan október. Alls bárust fimm umsóknir en einn hefur dregið umsókn sína til baka.

Staðan var fyrst auglýst í fyrrahaust en þá ákveðið að hafa umsóknum og ráða tímabundið meðan áfram væri haldið við endurskipulagningu liðsins.

Starfið var svo auglýst aftur núna síðsumars. Í auglýsingu var meðal annars farið fram á farsæla reynslu af stjórnun, jákvætt viðhorf og farsæla reynslu af stjórnun slökkviliðs. Slökkviliðið er atvinnulið sem að auki sinnir sjúkraflutningum í Fjarðabyggð.

Eftirtaldir sóttu um starfið

Björn Halldórsson, þjálfunarstjóri
Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Júlíus Albert Albertsson, slökkviliðsstjóri
Leifur Andrésson Thomsen, framleiðslustarfsmaður