Fóðurpramminn dreginn til Reyðarfjarðar – Myndir

Fóðurprammi, sem sökk við fiskeldisstöðina að Gripalda í sunnanverðum Reyðarfirði í óveðri snemma í janúar í fyrra, var um helgina lyft upp af botninum og í dag dreginn til hafnar á Reyðarfirði.

Vinnan hófst á föstudag þegar starfsmenn Köfunarþjónustunnar byrjuðu að leggja fóðurprammanum í lárétta stöðu, en hann var lóðéttur með stefnið í botninn.

Í morgun var síðan hægt að byrja að lyfta fóðurprammanum upp að yfirborðinu. Þar sem veðrið var gott var ákveðið að halda áfram og draga hann til hafnar á Reyðarfirði.

Fóðurpramminn er um 270 tonn og í honum var fóður upp á 400 tonn að þurrvigt. Það vigtar hins vegar aðeins 40-57 tonn í sjó.

Í verkið var fenginn kranaprammi frá Noregi, Tronds lift 8. Hann er með tvær lyftur sem samanlagt geta lyft 400 tonnum. Gálginn var í 30 metra hæð þar sem hann hélt uppi prammanum á leiðinni inn til Reyðarfjarðar.

Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri Laxa/Fiskeldis Austfjarða sem á prammann, segir vinnuna um helgina hafa gengið vel. „Veðurskilyrði hafa verið mjög góð og allar áætlanir gengið upp.“

Dráttarbátur hefur verið með kranaprammann og feng hans í eftirdragi í dag. Hersingin átti að koma að hafnarkanti á Reyðarfirði upp úr kvöldmat. Fóðursílóin standa upp úr sjónum þannig hægt verður að komast að þeim og dæla fóðrinu upp úr þeim. Það verður síðan urðað.

Eftir það verður pramminn þéttur þannig hægt verðu að koma honum á flot. Allar aðgerðir eru unnar í samvinnu við bæði Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun.

Kranaprammi Sigling Agust22 0002 Web
Kranaprammi Sigling Agust22 0004 Web
Kranaprammi Sigling Agust22 0009 Web
Kranaprammi Sigling Agust22 0021 Web
DJI 0529 Web
DJI 0530 Web
DJI 0532 Web
DJI 0525 Web
Kranaprammi Sigling Agust22 0045 Web
Kranaprammi Sigling Agust22 0036 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar