Forritar framtíðarinnar á Borgarfirði

„Tölvurnar komu sér mjög vel. Allir nemendur skólans nutu kennslu í forritun, yngsta stig þó aðeins færri tíma en mið-og elsta stig. Nemendur voru mjög áhugasamir og virkir í kennslustundum og fegnir að líta upp úr hefðbundnu námi,” segir Sigþrúður Sigurðardóttir skólastjóri, Grunnskóla Borgrafjarðar, en skólinn hlaut í desember styrk frá Forriturum Framtíðarinnar til að efla tæknikunnáttu í skólum.

 

Styrkurinn fólst í tveimur PC tölvum að verðmæti 130.000 kr. sem teknar voru í notkun skólaárið 2018-2019. Kennari var Eyþór Stefánsson með B.sc. fjármálaverkfræði.

„Forritun kennir skipulagða hugsun sem eflaust mun nýtast nemendum á öðru námi eða annars konar verkefnum í framtíðinni, fái þeir áframhaldandi kennslu og þjálfun í forritun,” segir Sigþrúður sem vill þakka Forriturum framtíðarinnar fyrir úthlutunina og stefnir að því að hafa forritun á stundaskrá nemenda á næsta skólaári og vonandi sem lengst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar