Forsetaframbjóðandi mætti ekki á eigin fund

forseti_islands.gif

Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi úr Skagafirði, mætti ekki á fund sem hann hafði sjálfur boðað til á Eskifirði í dag.

 

Blaðamaður Agl.is virtist sá eini á Eskifirði sem hafði áhuga á fundinum og mætti á réttum tíma. Þá var hins vegar enginn Hannes á svæðinu og allar dyr lokaðar.

Til Hannesar sást kortér yfir fimm. Hann kom að læstum dyrum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni og fór strax aftur. Hann sást svo ekki meir. Hann var einn á ferð.

Hannes hafði auglýst sex fundi á Austfjörðum á vef sínum jaforseti.is. Agl.is hefur ekki heimildir um þátttöku á fleiri fundum hans. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.