Skip to main content

Ófærð um Oddsskarð frestaði jólahaldinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. des 2011 20:59Uppfært 08. jan 2016 19:22

oddskard_varud_skilti.jpgAð minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólahaldi sínu vegna ófærðar yfir Oddsskarð á aðfangadagskvöld. Vegurinn þar var lokaður frá kvöldmat og fram að miðnætti.

 

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Þrýstihóps um ný Norðfjarðargöng. „Á aðfangadagskvöld gerði vitlaust veður eins og flestir vita. Oddsskarð var lokað frá rétt rúmlega 8 til að verða miðnættis. Að minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólunum til næsta dags.“