Framboðsfundur Austurfréttar fyrir Alþingiskosningar 2024

Austurfrétt/Austurglugginn, í samvinnu við Valaskjálf, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi næsta fimmtudag.

Fundurinn hefst í Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 20:00 fimmtudagskvöldið 21. nóvember. Fyrirkomulag fundarins verður blandað með framsöguræðum og fyrirspurnum gesta.

Unnið er að tæknimálum þannig hægt verði að senda inn spurningar á fundinn og unnt sé að horfa á hann í streymi. Það verður nánar staðfest þegar nær dregur, í síðasta lagi á fimmtudag.

Facebook-viðburður fundarins er hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.