Framboðsfundur Austurfréttar fyrir Alþingiskosningar 2024
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. nóv 2024 16:05 • Uppfært 15. nóv 2024 16:05
Austurfrétt/Austurglugginn, í samvinnu við Valaskjálf, standa fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi næsta fimmtudag.
Fundurinn hefst í Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 20:00 fimmtudagskvöldið 21. nóvember. Fyrirkomulag fundarins verður blandað með framsöguræðum og fyrirspurnum gesta.
Unnið er að tæknimálum þannig hægt verði að senda inn spurningar á fundinn og unnt sé að horfa á hann í streymi. Það verður nánar staðfest þegar nær dregur, í síðasta lagi á fimmtudag.
Facebook-viðburður fundarins er hér.