Fyrsta sumarferð Norrænu

Um átta hundruð farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun í fyrstu ferð ferjunnar á þessu ári á sumaráætlun hennar. Nóg hefur verið um að vera í höfninni þar sem skemmtiferðaskip eru einnig á ferjunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni gekk afgreiðsla Norrænu vel þrátt fyrir fjölda farþega. Sumaráætlun Norrænu tók gildi síðasta laugardag og er siglt eftir henni til 22. ágúst.

Tollverðir á Seyðisfirði hafa fylgt eftir átaki sem fór af stað í apríl þar sem sérstaklega er fylgst með innflutningu og skráningu hópferðabifreiða sem koma til landisns á erlendum skráningarmerkjum og eru ætlaðar til atvinnustarfsemi hérlendis. Eftirlitið snýr bæði að bifreiðum og starfsmönnum, svo sem ökumönnum.

Norræna var ekki eina skipið í Seyðisfjarðarhöfn í dag þar sem skemmtiferðaskipið Ocean Diamond var einnig á ferðinni. Skipið fer hringferðir um landið, það kom frá Húsvík í morgun og heldur áfram til Djúpavogs í kvöld. Skipið getur tekið um 200 farþega.

Þá var nóg um að vera í gær þegar Viking Sky kom við í síðustu höfn sinni á Íslandi í þessari ferð. Þar um borð voru um 2000 farþegar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.