Fyrsti makrílfarmur vertíðarinnar kominn til Vopnafjarðar

Venus NS kom með fyrsta makrílfarminn sem berst til Austfjarða á þessari vertíð til Vopnafjarðar í gærkvöldi.

„Fiskurinn er fínn, við erum bæði að flaka og heilfrysta,“ segir Magnús Róbertsson, framleiðslustjóri HB Granda á Vonafirði.

Venus fór til veiða á sunnudag og kom á tíunda tímanum í gærkvöldi til Vopnafjarðar með rúmlega 300 tonn. Stefnt er að því að klára að landa úr skipinu í nótt og fer það þá fljótt aftur til veiða.

Vinnsla hófst strax á makrílnum í nótt og hefur gengið vel að sögn Magnúsar.

Annað skip HB Granda, Víkingur AK, er á veiðum á miðunum suður af Vestmannaeyjum. Þar er einnig skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell og þangað stefnir Aðalsteinn Jónsson sem hélt úr heimahöfn á Eskifirði klukkan tíu í morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.