Gæsluvarðhald framlengt í smyglmáli

Tveir karlmenn, sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 1. ágúst síðastliðinn með mikið magn fíkniefna í fórum sínum, hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi er rannsókn málsins viðamikil en miðar vel. Rannsóknin er unnin í samstarfi við tollgæsluna, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og erlend lögreglulið.

Ekki eru gefnar nánari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.