Gagnrýna skerðingu strandveiðiheimilda
Heimastjórn Borgarfjarðar eystri mótmælir harðlega þá skerðingu aflaheimilda til strandveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað um miðjan desember.
Ákvað Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í desember að skerða heimildir strandveiðibáta um 1500 tonn frá því sem áður hafði verið ákveðið. Heildarheimildir strandveiðibáta því alls 8500 tonn næsta sumar en almennur byggðakvóti er jafnframt inni í þeim tölum.
Heimastjórnin bendir á að þetta komi afar illa niður á litlum sjávarbyggðum á borð við Borgarfjörð eystri enda hafi á undanförnum árum ungir mann haslað sér völl í smábátaútgerð á staðnum. Stór hluti alls landaðs afla á staðnum kemur frá strandbátum og því muni skerðingin koma illa niður á öllum íbúum. Sömuleiðis gagnrýnir heimastjórnin þá ákvörðum að ekki séu tryggðir 48 dagar til strandveiða ár hvert.