Gauti: Málefnasamningur tilbúinn um miðja vikuna

Gauti Jóhannesson oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi, Múlaþingi, segir að hann reikni með að málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði tilbúinn um miðja vikuna.

„Það hefur verið mjög góður gangur í meirihlutaviðræðum okkar við Framsóknarflokkinn,“ segi Gauti í stuttu spjalli við Austurfrétt. „Við erum langt komnir með málefnasamning okkar og ég reikna með að hann verði kynntur um miðja vikuna.“

Eins og fram kom í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosnsingarnar var ekki samhljómur með stefnu þessara tveggja flokka hvað bæjarstjórastöðuna varðaði. Framsókn vildi hafa Björn Ingimarsson áfram í stöðunni en Sjálfstæðisflokkurinn vildi bíða eftir úrslitum kosninganna hvað þetta varðaði.

Aðspurður um þetta atriði segir Gauti að bæjarstjórastaðan sé eitt af þeim fáu atriðum sem eftir á að ganga frá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar