Gerpissvæðið friðlýst í dag

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindráðherra, mun í dag friðlýsa Gerpissvæðið, milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Vinna við friðlýsinguna hófst árið 2019 og ásamt ráðuneytinu hefur Fjarðabyggð, fulltrúar landeigenda og Umhverfisstofnun unnið að friðlýsingunni.

„Markmið friðlýsingarinnar er að vernda landslag svæðisins, lífríki, gróðurfar og jarðminjar. Markmið er jafnframt að standa vörð um ásýnd og einkenni Gerpissvæðisins ásamt því að upplifun gesta verði varðveitt. Verndunin nær þannig til landslagsheildar, lífríkis, gróðurfars og jarðminja svæðisins. Í hafi nær friðlýsingin til hafsbotns, lífríkis og vatnsbols. Að lokum skal nýting svæðisins, stjórnun þess og framtíðarskipulag hafa sjálfbærni að leiðarljósi svo ekki verði gengið á náttúrugæði þess,“ kemur fram í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar í dag en hið friðlýsta svæði er 124, 24 km2.

Friðlýsingin á Gerpissvæðinu er önnur friðlýsingin á Austurlandi á árinu en í sumar var Stórurð friðlýst. Samanlagt hefur flatarmál friðlýstra svæða á Austurlandi aukist um 176 km2. Bætt var við stöðugildi sérfræðings á Austurlandi fyrr á árinu sem hefur yfirumsjón með friðlýstum svæðum fjórðungsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.