Tveir handteknir vegna kannabisræktunar

Lögreglan á Austurlandi handtók á miðvikudagskvöld tvo einstaklinga á fertugsaldri, grunaða um fíkniefnamisferli.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ráðist hafi verið í húsleit að fengnum dómsúrskurði. Þar kom í ljós búnaður til kannabisframleiðslu og nokkuð magn plantna í ræktun. Fleiri ólögleg fíkniefni fundust einnig.

Yfirheyrslum yfir þeim handteknu lauk í gærkvöldi og var þeim sleppt að þeim loknum. Fram kemur að málið sé áfram í rannsókn og lúti meðal annars að framleiðslu fíkniefna og dreifingu.

Austurfrétt greindi í gærkvöldi frá aðgerð lögreglu við íbúðarhús á Seyðisfirði. Aðgerðum á vettvangi lauk seinni partinn í gær og stóðu því í tæpan sólarhring. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið á þessu stigi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.