Geta kosið á milli sex nafna

Íbúar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs geta valið á milli sex tillagna um nafn á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnakosningunum þann 18. apríl.

Tugir tillagna bárust frá íbúum en nafnanefnd á vegum sveitarfélagsins valdi 17 úr og sendi til Örnefnanefnd til umsagnar. Álit nefndarinnar liggur nú fyrir.

Nefndin mælir með tveimur heitum og leggst ekki gegn fjórum. Nefndin leggst hins vegar gegn ellefu heitum.

Eitt þeirra heita sem Örnefnanefnd leggst ekki gegn er Austurbyggð. Það var áður notað á sameinað sveitarfélag Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar sem rann inn í Fjarðabyggð árið 2006. Nafnanefnd sveitarfélagsins telur það því ekki koma til greina.

Undirbúningsstjórn um sameiningu sveitarfélaganna ákvað hins vegar að halda inni heitinu Drekabyggð, þótt Örnefnanefnd legðist gegn því. Nafnanefndin telur heitið samræmast íslenskri málhefð og málvenju, eins og áskilið er í sveitarstjórnarlögum.

Íbúar munu því velja á milli sex mögulegra heita á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi. Sú atkvæðagreiðsla er leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur ákvörðun að afloknum kosningum.

Heitin sem kosið verður um eru:

• Austurþing
• Austurþinghá
• Drekabyggð
• Múlabyggð
• Múlaþing
• Múlaþinghá

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.