Góðar gjafir bárust Sundabúð

Aðstaða íbúa á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði batnaði verulega fyrir skemmstu þegar tvö félagasamtök komu þangað færandi hendi.

Þar var annars vegar um að ræða tvo rafdrifna hægindastóla í sameiginlegt rými heimilisins sem voru gjöf úr minningarsjóði Kvenfélagslind Lindarinnar. Á sama tíma lét Hollvinafélag Sundabúðar ekki sitt eftir liggja og færði hjúkrunarheimilinu þrjú sjúkrarúm og náttborð með. Rúmin af nýjustu gerð og búin helstu eiginleikum til að tryggja öryggi og þægindi en ekki síður bæta vinnuaðstæður starfsfólks.

Forsvarsmenn kunnu samtökunum miklar þakkir fyrir enda ljóst að gjafir þessar munu nýtast heimilisfólki vel inn í framtíðina.

Nýju rúmin komin á sinn stað á hjúkrunarheimilinu. Mynd Sundaborg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar