Skip to main content

Gul viðvörun komin á kjördag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. nóv 2024 16:59Uppfært 28. nóv 2024 17:15

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir nánast allan þann tíma sem kjörstaðir vegna Alþingiskosninganna eiga að vera opnir á laugardag.


Viðvörunin gildir fyrir Austfirði frá klukkan 20:00 á morgun, föstudag fram til 21:00 á laugardag. Kjörstaðir eru almennt auglýstir opnir frá 9:00-22:00 á laugardag.

Á þessum tíma er von á norðaustan 15-20 m/s með talsverði snjókomu um tíma, skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Lokanir á vegum eru líklegar sem og afmarkaðar truflanir á samgöngum.

Veðurstofan hefur einnig gefið út sambærilega viðvörun fyrir Suðausturland. Hún tekur hins vegar gildi síðdegis á morgun en fellur úr gildi á laugardagsmorgun.

Engin viðvörun hefur enn verið gefin út fyrir Austurland að Glettingi, eða önnur spásvæði innan Norðausturkjördæmis.