Gul viðvörun komin á kjördag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir nánast allan þann tíma sem kjörstaðir vegna Alþingiskosninganna eiga að vera opnir á laugardag.

Viðvörunin gildir fyrir Austfirði frá klukkan 20:00 á morgun, föstudag fram til 21:00 á laugardag. Kjörstaðir eru almennt auglýstir opnir frá 9:00-22:00 á laugardag.

Á þessum tíma er von á norðaustan 15-20 m/s með talsverði snjókomu um tíma, skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Lokanir á vegum eru líklegar sem og afmarkaðar truflanir á samgöngum.

Veðurstofan hefur einnig gefið út sambærilega viðvörun fyrir Suðausturland. Hún tekur hins vegar gildi síðdegis á morgun en fellur úr gildi á laugardagsmorgun.

Engin viðvörun hefur enn verið gefin út fyrir Austurland að Glettingi, eða önnur spásvæði innan Norðausturkjördæmis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.