Harmar vinnubrögð við gerð stíflu við Arnarvatn

Skipulags- og umhverfisnefnd Vopnafjarðar harmar vinnubrögð við gerð stíflu við Arnarvatn. Farið var í gerð stíflunnar án leyfis að því er segir í bókun í fundargerð. Sara Elísabet Svansdóttir sveitarstjóri Vopnafjarðar segir að málið sé í farvegi.

Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd hefur falið skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa að fá úttekt af áhrifum stífl­unnar frá Umhverf­is­stofnun og/eða Nátt­úru­fræði­stofnun Aust­ur­lands. Jafnframt var sveit­ar­stjóra falið að fá fund með full­trúa veiði­fé­lagsins Vesturárdal og klára samning við veiði­fé­lagið þar sem skýrt er hver hámarkshæð á vatni skuli vera, undan­hleyping í vorleys­ingum og sá tími sem vatnið á að vera fullopið.

„Þetta snerist um endurbætur á stíflunni en hún var ónýt og þeir voru að laga hana,“ segir Sara Elísabet. „Þetta mál er allt í farvegi hjá okkur núna.“

Fram kemur í máli Söru Elísabetar að stíflan var lækkuð um fimm cm frá því sem var. Stíflan sé notuð til að stýra vatnsmagninu í Vesturdalsá og hefur verið svo síðan 1972.

„Við munum núna skerpa á samningnum við veiðifélagið eins og bókunin segir til um,“ segir Sara Elísabet.

Mynd: Við Vesturdalsá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.