Hertar reglur skýra aukinn fjölda

Hertari reglur og nákvæmari skráning skýrir mikla aukningu á fjölda Austfirðinga sem eru í sóttkví vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar.

Samkvæmt upplýsingum á covid.is voru 22 einstaklingar á Austurlandi í sóttkví þegar vefurinn var uppfærður klukkan 11 í morgun. Sólarhring áður voru þeir aðeins fjórir.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir aukninguna eiga sér tvær skýringar. Annars vegar sé skráning þeirra sem eru í sóttkví á svæðinu orðin nákvæmari, hins vegar hafi reglur verið hertar á þann hátt að nú þurfi allir sem komi erlendis frá að fara í sóttkví í tvær vökur.

Reglurnar voru hertar í gær en áður höfðu aðeins þeir sem komu frá skilgreindum hættusvæðum þurft að fara í sóttkví.

Enn hefur enginn greinst með Covid-19 smit á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.