Hoffell á landleið með 750 tonn af makríl

Hoffell er á landleið með 750 tonn af stórum makríl eða um 450 gr. að meðaltali.

Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að veiðin var í Síldarsmugunni og eru um 28 tímar af miðunum eða 330 mílna sigling.

Á síðasta ári var fyrsta löndun hjá Hoffelli 8. júlí en núna er skipið að landa góðri viku fyrr.

Fram kemur að Hoffell muni koma til hafnar á Fáskrúðsfirði næstu nótt.

Þá má geta þess að Börkur kom til Neskaupstaðar fyrir helgina og landaði þar 320 tonnum af makríl. Var það fyrsti makrílinn sem berst á land á Austfjörðum á þessari vertíð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.