Skip to main content

Höskuldur tapaði fyrsta slagnum: Kosið með tvöföldu kjördæmisþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. okt 2012 19:08Uppfært 08. jan 2016 19:23

framsokn_logo_jpg.jpg
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist standa betur að vígi í baráttu sinni við Höskuld Þórhallsson eftir kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Þar var ákveðið að velja á listann með að halda tvöfalt kjördæmisþing.

Kosið var á milli tvöfalds kjördæmisþing, sem flokksmenn hafa yfirleitt notast við á svæðinu og lokaðs prófkjörs, sem Höskuldur og hans stuðningsmenn töluðu fyrir. Munurinn var töluverður, 115 studdu kjördæmisþingið en 48 prófkjörið. 

Tvöfalda kjördæmisþingið verður haldið í Mývatnssveit 1. desember. Á því eiga sæti bæði aðal- og varafulltrúar frá Framsóknarfélögunum í kjördæminu en aðeins aðalfulltrúar sátu þingið um helgina.

Höskuldur og Sigmundur Davíð há nú harða baráttu um oddvitasæti listans. Stuðningsmenn Höskuldar stóðu þannig fyrir skoðanakönnun á Akureyri í síðustu viku sem sýndi vinsældir hans þar. Niðurstaða kjördæmisþingsins ætti hins vegar að vera sigur fyrir Sigmund og sýnir ef til vill að vinsældir Höskuldar eru takmarkaðar utan Akureyrar.