Húsið hefur snúist hálfhring - Myndir

Húsið að Austurvegi 38, betur þekkt sem Breiðablik, virðist hafa snúist hálfhring þegar það færðist af undirstöðum sínum í aurskriðu í nótt.

Nafnið Breiðablik er skrifað á skilti sem var á þeirri hlið sem vísar í áttina að Austurvegi og ferjuhúsinu. Núna sést skiltið ekki heldur blasa við dyr á bakhliðinni.

Áætlað er að húsið hafi færst um 50 metra við skriðuna í nótt. Það stendur nú þétt upp við innri enda bensínstöðvar Orkunnar.

Skriðan hljóp úr Nautaklauf, svipuðum stað og önnur skriða sem féll og umkringdi húsið á þriðjudag.

Ausandi rigning er á Seyðisfirði. Búðará fellur í einum fossi en á fleiri stöðum má sjá mikið vatn á ferðinni í hlíðinni, meðal annars í farvegi skriðu innst ofan götunnar Botnahlíða sem féll á þriðjudagskvöld. Vinnuvélar eru að moka götuna í jaðri svæðisins en fara með gát. Umferð í bænum er almennt bönnuð.

Seydisfjordur Skrida 20201218 0001 Web
Seydisfjordur Skrida 20201218 0003 Web
Seydisfjordur Skrida 20201218 0006 Web
Seydisfjordur Skrida 20201218 0011 Web
Sfk Skrida 20201216 0015 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0029 Snyrt Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.