Skip to main content

Iceland Express kynnir beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. mar 2012 14:56Uppfært 08. jan 2016 19:22

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpg

Iceland Express mun fljúga í þrjár vikur milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar frá og með mánudeginum 13. ágúst. Þetta er liður í vilja félagsins til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni en vikurnar á undan verður einnig flogið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Að þessu tilefni býður Iceland Express ákveðinn sætafjölda á tilboðsverði eða 19.900 krónur hvora leið með sköttum og öðrum gjöldum. Tilboðið gildir bæði frá Egilsstöðum og Kaupmannahöfn. Tilboðið gildir frá kl. 12:00 á hádegi fimmtudagsins 15. mars til miðnættis á föstudag og er bókanlegt á heimasíðu Iceland Express, www.icelandexpress.is. 

Flogið er á mánudögum frá Kaupmannahöfn kl. 13:10 og lent á Egilsstöðum kl. 16:20, þaðan sem flogið er til Kaupmannahafnar kl. 17:20 og lent í Kaupmannahöfn kl. 22:20 að staðartíma.

Sætaframboð í tilboðinu er, valdar dagsetningar og valin flug.