Iceland Express kynnir beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpg

Iceland Express mun fljúga í þrjár vikur milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar frá og með mánudeginum 13. ágúst. Þetta er liður í vilja félagsins til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni en vikurnar á undan verður einnig flogið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Að þessu tilefni býður Iceland Express ákveðinn sætafjölda á tilboðsverði eða 19.900 krónur hvora leið með sköttum og öðrum gjöldum. Tilboðið gildir bæði frá Egilsstöðum og Kaupmannahöfn. Tilboðið gildir frá kl. 12:00 á hádegi fimmtudagsins 15. mars til miðnættis á föstudag og er bókanlegt á heimasíðu Iceland Express, www.icelandexpress.is. 

Flogið er á mánudögum frá Kaupmannahöfn kl. 13:10 og lent á Egilsstöðum kl. 16:20, þaðan sem flogið er til Kaupmannahafnar kl. 17:20 og lent í Kaupmannahöfn kl. 22:20 að staðartíma.

Sætaframboð í tilboðinu er, valdar dagsetningar og valin flug.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.