Jens Garðar býður sig fram sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. jan 2012 03:43 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Jens
Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, gefur kost á sér sem
annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður í embættið á
flokksráðsfundi í mars.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jens Garðar sendi frá sér um helgina. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðrastörfum fyrir flokkinn í gegnum tíðina, þar af í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hann leiddi flokkinn í kosningunum 2010.
„Þá vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð sinn stærsta sigur frá upphafi og felldi meirihluta vinstri manna í Neskaupstað sem setið hafði samfellt síðan 1946,“ segir í tilkynningunni.
„Ástæða þess að ég býð mig fram til 2. varaformanns er að ég trúi því einlæglega að með því að velja sveitarstjórnarmann til forystu í Sjálfstæðisflokknum þá muni forysta flokksins breikka og betri tengsl skapast við grasrótina.“
„Þá vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð sinn stærsta sigur frá upphafi og felldi meirihluta vinstri manna í Neskaupstað sem setið hafði samfellt síðan 1946,“ segir í tilkynningunni.
„Ástæða þess að ég býð mig fram til 2. varaformanns er að ég trúi því einlæglega að með því að velja sveitarstjórnarmann til forystu í Sjálfstæðisflokknum þá muni forysta flokksins breikka og betri tengsl skapast við grasrótina.“