Jódís Skúladóttir leiðir lista VG

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Félagsfundur, sem haldinn var á Egilsstöðum í dag, samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar um framboðslistann.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að mikilvægt sé að sameiningin takist vel og íbúar skynji sveitarfélagið strax sem eina heild. Framboðið vilji samt að hvert byggðarlag fyrir sig haldi áfram að njóta sérstöðu og eflist á grunni bættrar þjónustu í nýju sveitarfélagi.

„Þótt mikil vinna verði að samþætta innviði í nýju sveitarfélagi viljum við í framboði VG ekki sjá stöðnun þótt kjörtímabilið sé stutt, heldur hefjast handa strax við að nýta tækifærin til vaxtar fyrir allt sveitarfélagið,“ segir þar.

Boðuð er stefna um heilsueflandi samfélag, félagshyggju, umhverfis- náttúru- og menningu, skapandi greinar, mannréttindi og með ríka áherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Þá verði sérstök áhersla lögð á stórbættar samgöngur milli byggðarkjarna með Fjarðarheiðargöng og Axarveg í forgangi enda séu öruggar og góðar samgöngur forsenda þess að vel takist til við sameininguna.

„VG býður kjósendum skýran valkost í náttúruvernd og mannréttindum. VG mun beita sér gegn áformum um að spilla síðustu lítt snortnu víðernum á hálendi Austurlands og viljum við standa vörð um framtíð íbúa og náttúru á svæðinu,“ er haft eftir oddvitanum, Jódísi Skúladóttur.

Eftirtaldir einstaklingar skipa listann:

1. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, Fljótsdalshéraði
2. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og hreppsnefndarmaður, Borgarfirði eystri
3. Þórunn Hrund Óladóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
4. Ania Czeczko, félagsráðgjafi, Djúpavogshreppi
5. Andrés Skúlason, forstöðumaður, Djúpavogshreppi
6. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7. Pétur Heimisson, heimilislæknir, Fljótsdalshéraði
8. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, framhaldsskólanemi, Fljótsdalshéraði
9. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, kennari, Fljótsdalshéraði
10. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði
11. Bergsveinn Ás Hafliðason, nemi, Djúpavogshreppi
12. Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur, Fljótsdalshéraði
13. Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
14. Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri, Fljótsdalshéraði
15. Svavar Pétur Eysteinsson, hönnuður, Djúpavogshreppi
16. Jóhanna Gísladóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði
17. Þór Vigfússon, myndlistarmaður, Djúpavogshreppi
18. Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður, Fljótsdalshéraði
19. Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur, Fljótsdalshéraði
20. Andrés Hjaltason, bóndi, Borgarfirði eystri
21. Þuríður Elísa Harðardóttir, fornleifafræðingur, Djúpavogshreppi
22. Jón Ingi Sigurbjörnsson, kennari, Fljótsdalshéraði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar