Kæra lögð fram vegna líkamsárásar á þorrablóti á Eskifirði
Kæra hefur verið lögð fram vegna líkamsárásar í tengslum við þorrablót Eskifirðinga sem haldið var um síðustu helgi.Hjá lögreglunni á Austurlandi fengust þær upplýsingar að kæra hefði í vikunni borist vegna líkamsárásar í tengslum við þorrablót í umdæminu. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst átti atvikið sér stað á Eskifirði.
Lögregla mun ekki hafa verið kölluð til þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan rannsakar málið.
Sjö þorrablót voru haldin í lögregluumdæminu um síðustu helgi. Þau fóru að öðru leyti vel fram, utan þess að tilkynnt var um einn vegfarenda sem fell í hálku.
Lögregla var með talsverðan viðbúnað og stöðvaði ökumenn á leið frá þorrablótunum. Þeir reyndust allir með sín mál í lagi.