Kæra lögð fram vegna líkamsárásar á þorrablóti á Eskifirði

Kæra hefur verið lögð fram vegna líkamsárásar í tengslum við þorrablót Eskifirðinga sem haldið var um síðustu helgi.

Hjá lögreglunni á Austurlandi fengust þær upplýsingar að kæra hefði í vikunni borist vegna líkamsárásar í tengslum við þorrablót í umdæminu. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst átti atvikið sér stað á Eskifirði.

Lögregla mun ekki hafa verið kölluð til þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan rannsakar málið.

Sjö þorrablót voru haldin í lögregluumdæminu um síðustu helgi. Þau fóru að öðru leyti vel fram, utan þess að tilkynnt var um einn vegfarenda sem fell í hálku.

Lögregla var með talsverðan viðbúnað og stöðvaði ökumenn á leið frá þorrablótunum. Þeir reyndust allir með sín mál í lagi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.