Kallar eftir aðstoð íbúa til að tryggja heilbrigðisþjónustu

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands skorar á þá íbúa fjórðungsins sem geta að skrá sig í bakvarðasveit stofnunarinnar. Þörf er á að geta kallað út fólk ef upp kemur covid-19 smit í deild innan stofnunarinnar.

„Það væri algjörlega frábært ef íbúar á svæðinu væru til í að bregðast við. Eðli viðfangsefnisins er þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Guðjón

HSA þarf vissulega á fólki með þekkingu á heilbrigðisþjónustu að halda en stoðdeildir stofnunarinnar eru ekki síður mikilvægar svo sem ræstingar, eldhús, umönnun aldraðra og fólk með tölvu- og tækniþekkingu.  „Ef upp kemur smit í lítilli þjónustudeild og sú starfsemi leggst af þá hefur það mikil áhrif inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Guðjón.

Heilbrigðisþjónustan í landinu hefur undanfarna daga óskað eftir liðsinni almennings ef á þarf að halda. Yfir 30 manns hafa þegar skráð sig. „Við erum komin með nokkra hér eystra. Þessir einstaklingar skipta okkur miklu máli.“

Hægt er að skrá sig í bakvarðasveitina með að fylla út þetta skráningarform á vef HSA. „Við þurfum að geta kallað fólk til starfa með skömmum fyrirvara til að hjálpa okkur með þetta verkefni sem framundan er næstu daga og vikur.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.