Komu hópi ferðamanna til hjálpar á Fljótsdalsheiði

Hópur erlendra ferðamanna óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að þau villtust í gönguferð á Fljótsdalsheiði. Fólkið fannst fljótt og vel eftir að björgunarsveitir komu á staðinn.

Fólkið hafði fyrr um daginn lagt í langa gönguferð að Kirkjufossi frá Laugarfelli en rötuðu ekki til baka eftir að dimma tók auk þess sem kuldi var farinn að gera vart við sig meðal göngufólksins.

Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og drónahópur björgunarsveitarinnar Ísólfs voru komnir á staðinn klukkustund síðar og hófu leit og bar sú tiltölulega fljótt árangur. Fannst fólkið ekki ýkja langt frá Laugarfelli til þegar kom og var þeim fylgt í skálann þar sem bíll þeirra var geymdur. Aðgerðum björgunarsveitanna var lokið á tíunda tímanum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.