Komu hópi ferðamanna til hjálpar á Fljótsdalsheiði
Hópur erlendra ferðamanna óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að þau villtust í gönguferð á Fljótsdalsheiði. Fólkið fannst fljótt og vel eftir að björgunarsveitir komu á staðinn.
Fólkið hafði fyrr um daginn lagt í langa gönguferð að Kirkjufossi frá Laugarfelli en rötuðu ekki til baka eftir að dimma tók auk þess sem kuldi var farinn að gera vart við sig meðal göngufólksins.
Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og drónahópur björgunarsveitarinnar Ísólfs voru komnir á staðinn klukkustund síðar og hófu leit og bar sú tiltölulega fljótt árangur. Fannst fólkið ekki ýkja langt frá Laugarfelli til þegar kom og var þeim fylgt í skálann þar sem bíll þeirra var geymdur. Aðgerðum björgunarsveitanna var lokið á tíunda tímanum.