Ólafur og Dorrit heimsækja Austurland
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. jún 2012 22:36 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, forsetafrú halda tvo fundi á Austurlandi í byrjun næstu viku. Þeir eru hluti af baráttu Ólafs fyrir endurkjöri í forsetaembættið.
Stuðningsmenn Ólafs og Dorritar halda opinn fund á Hótel Héraði á Egilsstöðum, sunnudaginn 10. júní kl. 20.00. Seinni fundurinn verður í Egilsbúð í Neskaupstað á mánudagskvöldið klukkan 20:00.