Lágt smithlutfall á Austurlandi

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Hlutfall smitaðra á Austurlandi er talsvert undir landsmeðaltali.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Eftir sem áður hafa alls átta smit greinst í fjórðungnum, þar af er fimm batnað en þrír eru enn í einangrun.

Hlutfall smitaðra af heildaríbúafjölda svæðisins er 0,1% samanborið við 0,5% á landsvísu.

Einn einstaklingur losnaði úr einangrun síðasta sólarhring. Í sóttkví á svæðinu eru 22.

„Aðgerðarstjórn er þakklát fyrir samhug og samstöðu íbúa um að virða reglur og undirstrikar mikilvægi þess áfram,“ segir í tilkynningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.