Loðnugöngur við Papey ekki efni í veiðikvóta

Hafrannsóknastofnun telur að loðnuganga, sem sást skammt undan Papey á sunnudag, hafi verið mæld fyrr í mánuðinum í skipulögðum leitarleiðangri. Áfram verður fylgst með stöðunni á miðunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í morgun. Börkur, skip Síldarvinnslunnar, Polar Amaroq, skip grænlensks dótturfélags Síldarvinnslunnar og Hákon EA kortlögðu á sunnudag fremsta hluta loðnugöngu á svæðinu.

Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þúsund tonn af loðnu. Stofnunin telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að umrædd loðnuganga sé sú sama og var mæld út af norðausturhorninu fyrr í mánuðnum. Niðurstöðurnar niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar um veiðar.

Um var að ræða stóra hrygningarloðnu, en á Hafrannsóknastofnun er nú verið er að vinna loðnusýni frá svæðinu. Takmörkuð yfirferð veiðiskipa á sunnudag er sú fjórða í röðinni á árinu, engin hinna þriggja fyrri sem allar voru heildstæðari gaf tilefni til ráðgjafar um að opna fyrir veiðar.

Hafrannsóknastofnun fylgist áfram með þróun á loðnumiðum í samráði við útveginn og mun fara yfir skráningar Polar Amaroq sem er áfram á miðunum jafnharðan og þær berast.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.