Lögreglan viðbúin mestu umferðarhelgi ársins

Lögreglan á Austurlandi verður vel sýnileg á vegum í umdæminu á þessari mestu ferðahelgi ársins. Umferðin verður einkum mikil ef veðrið verður gott.

„Við verðum mikið á vegunum, það verður helsta verkefni helgarinnar,“ segir Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður.

Neistaflug í Neskaupstað er stærsta hátíðin í fjórðungnum en ekki er verulegur viðbúnaður vegna hennar.

Vikan hefur verið róleg í umdæminu. Morgunblaðið greinir þó frá því að í byrjun vikunnar hafi skipstjóri færeysks skips verið yfirheyrður á Vopnafirði vegna gruns um brottkast sem myndað í eftirlitsflugi flygildis sem staðsett hefur verið á Egilsstöðum.

Þá fór Bræðslan vel fram um síðustu helgi, eins og verið hefur síðustu ár. Þar voru fáein smávægileg óhöpp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.