Lundinn er lentur á Borgarfirði Eystra

Lundinn lenti á Borgarfirði Eystra Í gærkvöldi. Hjónin Elísabet Ólafsdóttir og Björn Aðalsteinsson voru á rölti við Hólmann og náðu myndum af fuglunum.

Björn segir að um átta leytið var enginn Lundi kominn í hólmann. „Þá sátu þeir út á sjó. Svo komu þeir í hringi yfir og láta sig detta niður og allt fyllist á augnabliki. Eftir 8 mánuði á sjó þá kemur hann oft um þetta leyti árs,” segir Björn

Björn segir Lundann einn af mestu vorboðunum. Lundinn hefur mikið aðdráttarafl en á Borgarfirði Eystra hefur mikill metnaður verið lagður í að skapa sem bestar aðstæður til fuglaskoðunar.

Í vefmyndavél frá Borgarfjarðarhöfn er hægt að fylgjast með Lundunum setjast að og finna sér dvalarstað fyrir sumarið.

Mynd: Elísabet Ólafsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar