Lýðræðisflokkurinn opinberar lista sinn í Norðausturkjördæmi

Hinn nýstofnaði Lýðræðisflokkur undir forystu Arnar Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðenda hefur kynnt fullskipaða lista sína í öllum kjördæmum landsins fyrir þingkosningar þann 30. þessa mánaðar. Listabókstafur Lýðræðisflokksins er L.

Að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu flokksins skal hann standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart valdakerfi sem farið er að þjóna sjálfu sér. Óábyrg framganga atvinnustjórnmálamanna kallar á að fólkið í landinu láti sjálft til sín taka á vettvangi landsmála með því að standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð með áherslu á beint lýðræði, valddreifingu, réttarríki, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri.

Framboðslisti flokksins í Norðausturkjördæmi:

  • 1. Gunnar Viðar Þórarinsson – athafnamaður
  • 2. Helga Dögg Sverrisdóttir – kennari og sjúkraliði
  • 3. Kristína Ösp Steinke – kennari
  • 4. Kristinn Hrannar Hjaltason – sjómaður
  • 5. Elsabet Sigurðardóttir – ritari
  • 6. Pálmi Einarsson – hönnuður
  • 7. Bergvin Bessason – blikksmiður
  • 8. Sigríður Ásný Ketilsdóttir - seiðkona
  • 9. Rúnar Bjarni Bjarnason – verktaki
  • 10. Jóhanna Ýr Stefánsdóttir – húsmóðir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.