Maðurinn við Hengifoss heill á húfi

Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út á fimmta tímanum í dag þar sem maður var í sjálfheldu við Hengifoss. Fyrst um sinn var lítið vitað um björgunaraðgerðina eða hvar maðurinn væri nákvæmlega í gljúfrinu.

 

Fram kom í fréttatilkynningu um málið að kona mannsins hafi haft samband við neyðarlínuna.

 

Björgunarsveitarmenn fóru á fjórhjólum að gilinu og gengu þaðan upp. 

 

Björgunaraðgerðir gengu vel og lauk þeim formlega rétt fyrir hálf sjö þegar björgunarsveitarmenn komu manninum á útsýnispallinn þar sem hann og kona hans féllust í faðma.

 

„Verkefnið gekk greiðlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður á staðnum enda um bratt klettableti að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Landbjörg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.