Mannfjöldi á Austurlandi stöðugur milli ára

hottur_kff_0011_web.jpgMannfjöldi á svæðinu frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps helst stöðugur á milli ára. Tæplega þrjátíu einstaklingar bætast við. Konum fjölgar en körlum fækkar.

 

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar fyrir mannfjölda eftir sveitarfélögum miðað við 1. desember. Þann 1. desember síðastliðinn voru Austfirðingar 2018 en þeir voru 2190 ári fyrr. Konum fjölgar um 42 en körlum fækkar um tólf.

Mestar eru breytingarnar hlutfallslega í Breiðdalshreppi þar sem fækkar um 8%. Mest er fjölgunin í Djúpavogshreppi þar sem fjölgar um 3%. Mannfjöldi í Fljótsdalshreppi helst alveg óbreyttur.

Sveitarfélag 2010
2011
Breyting
%
Vopnafjarðarhreppur 670
675
+5
0,7%
Borgarfjarðarhreppur
140
131
-9
-6,9%
Seyðisfjarðarkaupstaður
669
676
+7
1%
Fjarðabyggð
4573 4601
+28
0,6%
Fljótsdalshérað
3406 3404 -2
0%
Fljótsdalshreppur
79
79
0
0%
Breiðdalshreppur
205
189
-16
-8,5%
Djúpavogshreppur
448
463
+15
3,2%
Alls
10190
10218
+28
0%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.