Mest tjón lögreglubifreiða í Eskifjarðarumdæmi

logreglumerki.jpg
Langmesta tjón á hvern ekinn kílómeter lögreglubifreiða á síðasta ári var í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði. Einn árekstur við erfiðar aðstæður skýrir þessa tölu.

„Ökutæki frá okkur lenti í árekstri í febrúar 2011 í miklum krapaelg og stórskemmdist að framan,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði. Tjón á lögreglubifreiðum umdæmisins á árinu var tæpar 2,3 milljónir króna eða 14,1 kr/km. Sú tala er hlutfallslega mun hærri en hjá nokkru öðru umdæmi á landinu. Umræddur árekstur skýrir töluna.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu starfshóps ríkislögreglustjóra um eftirlit með ökutækjum lögreglunnar. Til samanburðar má nefna að tjónakostnaður á hvern ekinn kílómeter í umdæmi nágrannanna á Seyðisfirði var 0,2 kr. í fyrra. Í Eskifjarðarumdæminu eru átta tökutæki í notkun og voru þau alls ekin 161.000 kílómetra í fyrra. Í Seyðisfjarðarumdæminu eru ökutækin fjögur og eknir kílómetrar 107.000.

Í skýrslunni er að finna tölur allt aftur til ársins 2007. Fyrir utan árið í fyrra er tjónakostnaður í austfirsku umdæmunum sambærilegur og í öðrum umdæmum. Þróunin hefur verið sú að akstur ökutækja lögreglunnar hefur dregist verulega saman og tjónum fækkað. Flest tjónin verða við dagleg störf og má í mörgum tilfellum reka til óvarkárni þegar ekið er utan í hluti eða önnur ökutæki. Einnig er talsvert um skemmdarverk á lögreglubílum.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.