Minnir á bann við lausagöngu hunda í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar minnir á að bann er við lausagöngu hunda innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins sem og á fólkvöngum og friðlöndum.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að Fjarðabyggð bjóði upp á mikið úrval útvistarsvæða innan sem utan þéttbýlis. Um þessar mundir eru margir á ferðinni á þessum svæðum.

„Hundaeigendur eru hvattir til þess að virða lausagöngubann innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins sem og í fólkvöngum og friðlöndum,“ segir á vefsíðunni.

„Á þeim svæðum sem lausagöngubann gildir er skylt að hafa hund í bandi, á þetta m.a. við um göngustíga ofan byggðar, fólkvang Neskaupstaðar og Hólmanes.“


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.