Nýtt samgöngukerfi á Austurlandi

reydarfjordur.jpg

Nýtt kerfi almenningssamgangna hefur verið tekið í notkun á Austurlandi. Þetta nýja kerfi tengir átta þéttbýliskjarna saman í fjórðungunum.

 

Nýja samgöngukerfið opnar nýja möguleika fyrir íbúa þéttbýlanna og einnig ferðamenn sem ætla að ferðast um landið í rútum. Á Austurlandi hefur SSA tekið við veitingu sérleyfa sem gerir það mögulegt að skipuleggja almenningssamgöngur á Austurlandi sem eina heild.

Miðja kerfisins er staðsett á Reyðarfirði. Þaðan er hægt að ferðast til Eskifjarar og Neskaupstaðar, til Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, og einnig til Egilsstaða og Fellabæjar. Kerfið er hugsað til að samstila akstur í skóla og á íþróttaæfingar, akstur í álverið á Reyðarfirði og á flugvöllinn á Egilsstöðum.

Miðar og mánaðarkort eru seld í sundlaugum og íþróttahúsum bæjanna sem að ofan voru taldir. Þar eru miðarnir afhentir en kort eru send með pósti innan 3 virkra daga frá kaupum þeirra. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.