Ný viðbygging Múlans í Neskaupstað tefst framyfir áramót

Vonir stóðu upphaflega til að byggingu nýrrar tveggja hæða viðbyggingar samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað yrði lokið laust fyrir næstu áramót og vart seinna vænna því setið hefur verið um aðstöðu í húsinu frá því tilkynnt var um stækkunina. Verkið þó aðeins tafist og nú er miðað við verklok í febrúar.

Það staðfestir Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri hússins, en ástæða tafanna er að ekki tókst að hefja verkið snemma í vor eins og stefnan var frá upphafi. Verkið sjálft hins vegar gengið vel eftir að það hófst.

„Þessi tímasetning um áramótin var það sem við vonuðumst eftir þarna strax í upphafi en við breyttum því fljótlega þegar aðstæður breyttust og höfum verið að miða við febrúarmánuð síðustu mánuðina. Það lítur út fyrir að ganga vel eftir. Það er nánast orðið fullsetið í nýja húsinu nú þegar og ég held að það séu einungis laust nú á einhverjum 120 fermetrum eða svo þannig að það lítur vel út“

Ekki var leitað langt eftir byggingaraðilum heldur tók verktakafyrirtækið Nestak verkið að sér sem venju samkvæmt ganga rösklega til verka. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.