Nýr umsjónarmaður í klaustrinu á Kollaleiru

Breytingar hafa orðið á mannahaldi í kaþólska klaustrinu á Kollaleiru í Reyðarfirði þar sem sr. Pétur Fintor hefur tekið við sem umsjónarmaður klaustursins.

Frá þessu er greint í nýjasta hefti Kaþólska kirkjublaðsins. Pétur Kovácík, sem leitt hefur Þorlákssókn undanfarin ár, heldur til heimalands síns Slóvakíu og verður þar hið minnsta eitt ár. Við starfi hans telur sr. Pétur Fintor sem búið hefur á Kollaleiru i nokkur ár.

Þá er kominn nýr prestur til starfa innan Kapúsína-reglunnar á Reyðarfirði, Sr. Vladmir Polák. Hann verður aðstoðarprestur. Vladmir er ekki ókunnur Íslandi því hann sótti meðal annars námskeið í íslensku hér árið 2005 og tók þátt í að reisa kirkjuna á Kollaleiru. Hann er líkt og hinir tveir fæddur í Slóvakíu.

Sr. Pétur Kovácík til vinstri og sr. Pétur Fintor til hægri.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.