Oddvitar í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu
Oddvitar framboðanna til Alþingis mætast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV og Austurfrétt. Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu.Útsending hefst klukkan 18:10 og gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um tvo tíma. Þættinum verður streymt á Austurfrétt en einnig má horfa á hann á RÚV2, ruv.is og hlusta á Rás 2.
Sent er út frá Hofi á Akureyri. Umsjónarmenn eru Freyr Gígja Gunnarsson og Ólöf Rún Erlendsdóttir, fréttamenn RÚV.
Austurfrétt stendur síðan fyrir opnum framboðsfundi í Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 20:00 fimmtudagskvöldið 21. nóvember.
Þátttakendur:
B- Framsóknarflokkur - Ingibjörg Isaksen, þingmaður
D- Sjálfstæðisflokkur - Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Kaldvíkur
C- Viðreisn - Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari
F- Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri
J - Sósíalistaflokkurinn - Þorsteinn Bergsson, þýðandi og rithöfundur
L- Lýðræðisflokkurinn - Gunnar Viðar Þórarinsson, athafnamaður
M- MIðflokkurinn - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður
P- Píratar - Theódór Ingi Ólafsson, forstöðumaður
S- Samfylkingin - Logi Einarsson, þingmaður
V- Vinstri Græn - Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur