Óvenju hvasst á Egilsstöðum – Myndir

Tré brotnaði og féll á hús í gamla hverfinu á Egilsstöðum í nótt. Þar hafa ýmsir hlutir fokið en tjónið er almennt lítið. Óvenju hvasst hefur verið þar.

Egilsstaðir eru á opnu svæði og þar myndast því gjarnan síður miklir vindstrengir heldur en inn til dala eða í fjörðum. Samkvæmt veðurmælingum frá Egilsstaðaflugvelli hefur þar að jafnaði verið 20 m/s vindur síðan um klukkan níu í morgun með reglulegum hviðum upp á 35 m/s.

Stærsta tjónið er trúlega tré sem brotnaði í garði við götuna Selás og féll þar á hús. Eins losnuðu þakplötur á húsi í Skógarseli. Við Kleinuna brotnaði fánastöng. Rúða brotnaði í strætóskýli við íþróttahúsið og skilti við tjaldsvæðið.

Sterkur vindstrengur liggur í gegnum iðnaðarhverfið á Egilsstöðum. Þar hafa hlutir færst úr stað en ekki er að sjá teljandi tjón. Vindstrengurinn skellur af afli á lögreglustöðinni þar sem merkingar eru farnar að flagna af.

Þar þurfti að tryggja grindverk í morgun. Varnargirðing í kringum byggingarsvæði Sigurgarðs hefur verið tryggð, en hún hafði áður farið af stað í veðrinu sem gekk yfir Austurland á mánudag. Á þó nokkrum stöðum má sjá rusl sem hefur fokið.

Upp úr hádegi hægði á útköllum björgunarsveita á Austurlandi. Um hálf fjögur var björgunarsveitin Eining kölluð út vegna þakplatna sem voru að fjúka við Ormsstaði.

Ovedur Egs 20250206 0009 Web
Ovedur Egs 20250206 0010 Web
Ovedur Egs 20250206 0017 Web
Ovedur Egs 20250206 0021 Web
Ovedur Egs 20250206 0022 Web
Ovedur Egs 20250206 0025 Web
Ovedur Egs 20250206 0028 Web
Ovedur Egs 20250206 0030 Web
Ovedur Egs 20250206 0032 Web
Ovedur Egs 20250206 0034 Web
Ovedur Egs 20250206 0035 Web
Ovedur Egs 20250206 0036 Web
Ovedur Egs 20250206 0037 Web
Ovedur Egs 20250206 0038 Web
Ovedur Egs 20250206 0040 Web
Ovedur Egs 20250206 0039 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar