Óvissuástandi lýst yfir vegna snjóflóðahættu

Óvissuástandi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði og Norðfirði vegna snjóflóðahættu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun með rýmingu en fylgst er með snjósöfnun.

Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi um klukkan sex í kvöld. Óvissan lítur helst að snjósöfnun í Strandartindi á Seyðisfirði og svæði utan við varnargarð í Neskaupstað.

Ekki hefur verið lýst yfir hættustigi eða rýmingu en til þess gæti komið ef úrkoma heldur áfram. Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu sem og snjóflóðaeftirlitsmanna, lögreglu og Landsbjargar.

Illviðri hefur verið á Austurlandi frá því um hádegi í dag og vegir á og frá Fljótsdalshéraði ýmist ófærir eða þungfærir.

Viðbragðsaðilar lentu í vandræðum með aðstoða fólk sem lent hafði í árekstri á Fagradal í dag þar sem vegfarendur virtu ekki lokunarskilti á veginum.

Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að ökumenni hafi meira að segja ætlast til að fá að leggja á dalinn þótt búið væri að koma lögreglubíl fyrir við hlið lokunarskiltisins. Lögreglan brýnir því fyrir fólki að virða lokanir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.