Rannsókn í Norðfjarðarmáli á lokametrunum

Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á andláti eldri hjóna í Neskaupstað í ágúst er á lokametrunum. Þar með styttist í útgáfu ákæru gegn manni sem grunaður er um að hafa ráðið þeim bana.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er aðeins heimilt að vista grunaða í gæsluvarðhaldi í 12 vikur, án þess að ákæra sé gefin út gegn þeim. Sá tímafrestur rann út síðasta fimmtudag, án þess að ákæra væri gefin út.

Í lögunum er heimild til að draga útgáfu ákærunnar lengur, krefjist brýnir rannsóknarhagsmunir þess.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi sætir sá grunaði vistun til 29. nóvember. Rannsókn málsins er á lokametrunum og verður sent héraðssaksóknara um leið og henni lýkur, en stefnt er að því fyrir 29. nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar