Ríkisstjórnin fundar á Austurlandi í tilefni stofnunar austfirskra stoðstofnana

althingi_roskva.jpg
Ríkisstjórn Íslands fundar á Egilsstöðum á þriðjudag, sama dag og haldinn verður stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi á Reyðarfirði. Á stofnfundinum mun ríkisstjórnin undirrita viðaukasamninga vegna sameiningar stoðstofnana og samning um framlag ríkisins til sameinaðar stoðstofnunar.

Stofnfundur dagskrá kl. 13-14:30

• Fundarsetning, Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnar 
• Ávarp forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur
• Kynning á störfum verkefnisstjórnar, Stefanía G. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri
• Tillaga að samþykktum AST kynnt og lögð fram til samþykktar
• Tillaga starfsháttanefndar um stjórn og fagráð, Björn Hafþór Guðmundsson, formaður starfsháttanefndar
• Önnur mál

Fundargerð stofnfundar borin upp til samþykktar og undirritunar.  
Fundarstjóri: Sigurjón Bjarnason

Landshlutar í sókn! Málþing kl. 15-17  

• Ávarp -  Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra  
• Ávarp formanns stjórnar - um sameinaða stoðstofnun á Austurlandi 
• Regional development and demography in the North Atlantic – Klaus Georg Hansen, aðstoðarframkvæmdastjóri og sérfræðingur hjá NORDREGIO 
• Sóknaráætlanir landshlutana – Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri 
• Grenndarstjórnsýsla og félagslegur auður landsbyggðanna – Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnunar. 
• Þekkingarstörf í þorpið mitt  -  Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Sagnabrunns 
• Umræður og pallborð 
Fundarstjóri  Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Boðið verður upp á tónlist og léttar veitingar í lok málþings. Fundurinn er haldinn í Fróðleiksmolanum, Búðareyr i1. Stofnfundurinn er öllum opinn en einungis fulltrúar stofnaðila hafa atkvæðisrétt á stofnfundir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.