Samdráttarmet sett á Hringveginum á Austurlandi

Umferðin á Hringveginum á Austurlandi minnkaði um tæp 37% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Er þetta mesti samdráttur milli ára í sögunni á Austurlandi. Á landsvísu minnkaði umferðin um Hringveginn um 21,5% milli ára í október sem er einnig samdráttarmet og þrefalt meira en fyrra met milli áranna 2010 og 2011.

Þetta kemur frá á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að útlit sé fyrir að í ár verði um 13 prósenta samdráttur í umferðinni á Hringveginum eða tvöfalt meiri en áður hefur mælst. 
 
Mesti samdráttur í heild, milli október mánaða fram til þessa, var milli áranna 2011 og 2010 en þá varð 6,7% samdráttur. 

Af einstaka stöðum þá dróst umferð mest saman á Mýrdalssandi eða um rúmlega 76%, sem er nýtt met í samdrætti fyrir einstaka talningastaði.   Áætlað er að umferð muni dragast saman í kringum 55% um Mýrdalssand fyrir árið í heild, sem yrði mesti samdráttur fyrir einstaka stað á Hringveginum í sögunni.

Af öðrum landshlutum má nefna að á Norðurlandi nam samdrátturinn 38%, á Suðurlandi 32% og á Vesturlandi 29%. Á höfuðborgarsvæðinu var samdrátturinn tæp 13%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.