Sameining samþykkt með yfirburðum

Íbúar í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna í kosningu með afgerandi kosningu. Tæp 87% sögðu já í Fjarðabyggð en 85% í Breiðdalsvík.

Alls greiddu 1203 atkvæði í Fjarðabyggð, þar af 1035 eða 86,76% já. 158 eða 13,24% sögðu nei. Tíu seðlar voru auðir eða ógildir. Á kjörskrá voru 3322 og kjörsókn því 36,2%.

Yfirkjörstjórn sveitarfélagsins var á Eskifirði og þar lágu úrslit fyrir rétt fyrir miðnætti. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi, aðeins höfðu rúm 5% kosið í hádeginu en hún glæddist eftir sem leið á daginn.

Talningu í Breiðdalshreppi lauk um klukkan hálf ellefu. Þar greiddu 100 atkvæði og sögðu 85 þeirra já. 14 sögðu nei en einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 155 og kjörsókn því 64,5%.

Kosið verður til sveitastjórnar í sameinuðu sveitarfélagi þann 26. maí næstkomandi.

Kjörsókn í Fjarðabyggð eftir svæðum:

Eskifjörður: 30,2%
Fáskrúðsfjörður: 37,5%
Norðfjörður og Mjóifjörður: 39,8%
Reyðarfjörður 33,2%
Stöðvarfjörður 51,7%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.